Select Page

Samfylkingin í Norðausturkjördæmi

Eydís Ásbjörnsdóttir

2. sæti

Greinar

Geðheilbrigðismál og lands­byggðin

Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá...

Hver er næstur, kannski ég eða þú?

Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin...

Við­vörunar­bjöllur hringja

Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan....

Um mig

Eydís Ásbjörnsdóttir

Ég er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og framhaldsskólakennari. Nú sit ég mitt þriðja kjörtímabil í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir hönd Fjarðalistans sem er listi félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Árið 2018 tók ég við sæti oddvita listans og er fyrsta konan til að leiða framboðslista í sveitarfélaginu. Ég hef verið í Samfylkingunni frá stofnun hennar.

Jöfnuður og jafnrétti er mitt leiðarljós. Ég legg áherslu á aukinn jöfnuð óháð búsetu, bætt samgöngumál, framþróun og aðgengi að heilbrigðis- og menntamálum, aukna atvinnu- og nýsköpun og innleiðingu stafrænnar þróunar.