Select Page

Samfylkingin í Norðausturkjördæmi

Eydís Ásbjörnsdóttir

2. sæti

Allar Greinar

Geðheilbrigðismál og lands­byggðin

Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að...

Hver er næstur, kannski ég eða þú?

Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn...

Við­vörunar­bjöllur hringja

Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan. Þetta þekkjum við landsbyggðafólkið vel. Líklega of vel. Á síðustu árum hafa sveitarfélög eflt heilbrigðisþjónustu sína, m.a. með aukinni fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum í skólum og félagsþjónustu....

Pólskt vor

Í dag hefst pólska listahátíðin Vor/Wiosna með kvikmyndasýningu í Herðubreið á Seyðisfirði. Viðburðum og sýningum er dreift um þrjá bæi á Austurlandi; á Egilsstaði, Eskifjörð og Seyðisfjörð og verkin eru unnin af ungum pólskum listamönnum sem búa á Íslandi, hafa búið hér eða dreymir um að koma. Þessi hátíð er þörf áminning um hvað landshlutinn okkar hefur breyst á síðustu árum. Við erum að verða...

1. maí

Það er mér mikið gleðiefni að opna heimasíðuna mína á baráttudegi verkafólks. Í mínum huga hefur þetta ætíð verið mikill hátíðardagur en líkt og margir Íslendingar var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að hefja þátttöku mína á vinnumarkaði sem almennur verkamaður. Að hafa sópað götur, reitt arfa, snyrta fisk, saltað síld, pillað rækju, afgreitt í verslun og þrifið er lífsreynsla sem ég hefði ekki...

Vonbrigði

Það eru gríðarleg vonbrigði í hvaða farveg málefni hjúkrunarheimilanna eru komin af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Í september 2020 ákvað Fjarðabyggð að segja upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt uppsagnarákvæðum samninganna og skila þannig rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala aftur til ríkisins. Þetta var ekki léttvæg ákvörðun en vaxandi halli hefur verið á rekstri...